Meirihlutinn fallinn

Björt framtíð tapar miklu fylgi í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 23. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn er á ný stærsti flokkurinn í borginni með 28,4% fylgi. Meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn. Ekki er hægt að mynda nýjan tveggja flokka meirihluta án þátttöku sjálfstæðismanna.

Samkvæmt könnuninni fengju meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn sjö borgarfulltrúa í stað níu sem þeir hafa nú. Björt framtíð mælist með 21% fylgi sem gefur þrjá fulltrúa. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þetta er veruleg breyting frá könnun Félagsvísindastofnunar í janúar þar sem flokkurinn var með 29,3% fylgi. Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt lítillega og mælist með 23,5% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 28,4% kjósenda og er þetta meira fylgi en flokkurinn hefur fengið í vetur í tveimur sams konar könnunum fyrir Morgunblaðið. Er þetta í fyrsta skipti í vetur sem hann mælist stærsti flokkurinn í borginni. Flokkurinn fengi fimm borgarfulltrúa. Í kosningunum árið 2010 var fylgi flokksins 33,6%.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »