Ari Trausti í framboð fyrir VG

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, verður í framboði fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð fyrir þingkosningarnar sem fyrirhugaðar eru 29. október samkvæmt heimildum mbl.is. Sömu heimildir herma að Ari Trausti verði í framboði fyrir VG í Suðurkjördæmi. 

Ari Trausti er fædd­ur í Reykja­vík 3. des­em­ber árið 1948. Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1968, prófi í for­spjalls­vís­ind­um frá Há­skóla Íslands árið 1972 og varð cand.mag í jarðeðlis­fræði við Ósló­ar­há­skóla árið 1973. 

Ari Trausti hefur meðal annars sinnt rannsóknarstörfum, blaðamennsku, kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu í gegnum tíðina auk þess að hafa sinnt fjölbreyttum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Hann var í framboði til embættis forseta Íslands árið 2012 og varð þar í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert