Áslaug Arna staðgengill varaformanns

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Ákvörðun um þetta tók Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, í framhaldi af fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á miðvikudag.

Til stóð að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrstu helgina í nóvember en fundinum hefur verið frestað til næsta árs. Það var ákveðið á fundi miðstjórnar nýverið en væntanlega verður fundurinn haldinn í fe­brú­ar eða mars, að því er fram kom á mbl.is fyrr í vikunni. Samkvæmt ákvörðun miðstjórnar verður kjöri varaformanns frestað þar til á landsfundi.

Ólöf Nordal, fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lést í febrúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina