Dögun tekur ekki þátt

mynd/Dögun

Dögun hefur ákveðið að bjóða ekki fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum.

Félagsmenn í einstökum kjördæmum hafa frjálsar hendur um framboð undir listabókstaf flokksins, segir í tilkynningu frá Dögun.

„Þrátt fyrir þessa niðurstöðu mun framkvæmdaráð Dögunar vera opið fyrir því að ræða um samstarf á grundvelli málefna Dögunar -  við þá sem að öðru leyti geta átt málefnalega samleið,“ segir í tilkynningu.
 

mbl.is