Miðflokkurinn boðar til stofnfundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins. mbl.is/Golli

Miðflokkurinn hefur boðað til stofnfundar á morgun en þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi flokksins, kynna flokksstarfið, ræða framtiðina í íslenskum stjórnmálum og verkefnin framundan. 

Fram kemur í tilkynningu að fundurinn fari fram í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16 á morgun sunnudag.

Þá segir, að þátttakendum á fundinum gefist tækifæri til að gerast stofnfélagar í Miðflokknum, leggja inn tillögur í málefnastarf flokksins og skrá sig sem meðmælendur framboðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert