Þrír ráðherrar á útleið

Alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Útlit er fyrir að ...
Alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Útlit er fyrir að nýtt fólk skipi þriðjung sæta á nýju Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.

Samkvæmt könnuninni mun 21 nýr þingmaður taka sæti á Alþingi, þriðjungur þingheims. Fjölmargir áhrifamenn og -konur missa þingsæti sín verði þetta niðurstaðan.

Þrír ráðherrar munu til að mynda falla af þingi, þau Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Framsóknarflokkurinn kemur ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum, sem þýðir að Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, er á útleið. Meðal annarra sem hyrfu á braut skv. könnuninni eru Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, og viðreisnarfólkið Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður og Jón Steindór Valdimarsson, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.