Hörð barátta hjá Samfylkingu

Kæti á Samfylkingarfundi.
Kæti á Samfylkingarfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor lýkur í dag.

Kosið er með rafrænum hætti á vefsíðu flokksins en utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer jafnframt fram á skrifstofu flokksins á Hallveigarstíg. Kosningu lýkur klukkan 19 í kvöld og úrslit verða gjörð kunn á veitingastaðnum Bergsson RE upp úr klukkan 20.30, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Dagur B. Eggertsson býður sig einn fram í fyrsta sætið en borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir bítast um annað sætið. Sabine Leskopf, Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck gefa kost á sér í þriðja sætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert