Guðmundur Ari leiðir á Nesinu

Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi fyrir komandi …
Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ljósmynd/Aðsend

Listi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar var samþykktur á fjölmennum fundi á Bókasafni Seltjarnarness í gær.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og bæjarfulltrúi, skipar oddvitasætið, Sigurþóra Bergsdóttir, verkefnastjóri og varabæjarfulltrúi, skipar annað sætið, Þorleifur Örn Gunnarsson grunnskólakennari skipar þriðja sætið og Karen María Jónsdóttir deildarstjóri skipar fjórða sætið.

Listinn er skipaður í bland ungu fólki og nýjum frambjóðendum og svo eldri reynsluboltum úr sveitarstjórnarmálunum. Fram kemur í fréttatilkynningu að flestir fulltrúar á listanum hafi sérfræðiþekkingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélög standa að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert