Sérframboð er í undirbúningi

Skafti Harðarson.
Skafti Harðarson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sérframboð er í undirbúningi á Seltjarnarnesi, en að því stendur m.a. fólk sem lengi hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum eða tekið þátt í starfi hans í bæjarfélaginu.

„Við erum ósátt við fjármálastjórn bæjarins og eins að alla pólitíska forystu bókstaflega vantar,“ segir Skafti Harðarson sem er í forsvari fyrir hópinn sem að þessu stendur. Hann væntir þess að framvindan skýrist nú um miðja vikuna og þá hvort af framboði verður.

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis við Bygggarða á Seltjarnarnesi og greiðir bærinn um 15% af byggingakostnaði, sem er áætlaður 1.400 milljónir króna. Þar telur Skafti bæinn kosta of miklu til og að reksturinn, sem er á forræði ríkisins, verði áhættusamur fyrir Seltjarnarnesbæ enda dugi daggjöld tæpast fyrir rekstri stofnunar sem þessarar. Kaup á húsinu Ráðagerði fyrir 100 milljónir króna nú nýlega, hugsað fyrir ýmiss konar menningarstarfsemi, hafi verið fráleit ráðstöfun. Þar vísar Skafti til stöðu bæjarsjóðs sem var rekinn með 99 milljóna króna tapi á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »