Sextán bjóða fram í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm framboð skiluðu inn framboðslistum sínum í Reykjavík nú fyrir hádegi, til viðbótar við þau ellefu sem höfðu skilað inn í gær. Framboðsfrestur rann út kl. 12 á hádegi og því er ljóst að sextán framboð gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi.

Þau framboð sem skiluðu inn framboðslistum í dag voru Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn.

Þetta staðfestir Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Hún sagði að ekkert framboð hefði verið á síðustu stundu, heldur hafi síðasti framboðslistinn borist um kl. 11.

Þau framboð sem skilað var inn í gær voru Íslenska þjóðfylk­ing­in, Alþýðufylk­ing­in, Sam­fylk­ing­in, Höfuðborg­ar­list­inn, Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands, Vinstri græn, Viðreisn, Frels­is­flokk­ur­inn, Miðflokk­ur­inn, Kvenna­hreyf­ing­in og Pírat­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina