Muni hafa mikil áhrif á Alþingi

Gunnar Smári Egilsson kaus í Ráðhúsinu í morgun.
Gunnar Smári Egilsson kaus í Ráðhúsinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, kaus í Ráðhúsinu í morgun. Gunnar Smári er bjartsýnn og segir að flokkurinn muni hafa mikil áhrif á Alþingi. 

 „Nú er dagur kjósendanna og ég er bara einn af þeim og er búinn að ákveða mig,“ segir Gunnar Smári í samtali við mbl.is.

Gerir það sem honum er sagt að gera 

„Ég er bjartsýnn á að við munum hafa mikil áhrif á Alþingi. Við erum að byggja upp öfluga hreyfingu. Þegar við buðum fram í borgarstjórnarkosningum vorum við með rétt rúmlega þrjú prósent í skoðanakönnunum og fengum svo tæp sjö prósent. Sagan segir að við eigum að vera bjartsýn,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar Smári segist ekki vera klár á því hvernig dagurinn verði en hann muni gera það sem honum verður sagt að gera. „Nú fer ég til míns fólks og það segir mér hvað ég á að gera. Kannski verð ég sendur í að hringja eða baka vöfflur. Ég geri bara það sem þarf að gera.“

Gunnar Smári Egilsson á kjörstað.
Gunnar Smári Egilsson á kjörstað. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert