Enginn framsóknarmaður fannst í öllum Skagafirði

Upptaka kosningahlaðvarps Dagmála Morgunblaðsins á Sauðárkróki.
Upptaka kosningahlaðvarps Dagmála Morgunblaðsins á Sauðárkróki. mbl.is/Brynjólfur Löve

Stjórnmálaflokkar og framboð í sveitarfélaginu Skagafirði eru enn að raða á lista, enda stutt síðan Akrahreppur sameinaðist sveitarfélaginu og staðan því breytt.

Gert er ráð fyrir nokkrum breytingum hjá Byggðalista, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum og óháðum, en útlit er fyrir gerbreytingu á lista Framsóknarflokksins, þar sem oddvitinn er kominn á þing, annar bæjarfulltrúi fluttur burt og sá þriðji hyggst ekki taka sæti.

Nýr listi Framsóknar verður kynntur á næstu dögum, en ástandið er svo viðkvæmt að enginn framsóknarmaður fannst til þess að taka þátt í hlaðvarpi Dagmála, sem tekið var upp á Sauðárkróki í gær og birt er í Dagmálum í dag. Hlaðvarpið er aðgengilegt hér.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert