Meirihlutinn heldur samkvæmt könnun Maskínu

Reykjavík.
Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 

Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi Samfylking mest fylgi, 22,8% og Sjálfstæðisflokkur næstmest eða 20,5%.

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 fékk Samfylking 25,9% atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn 30,8%. 

Framsókn fær samkvæmt könnuninni 14,6% atkvæða og Píratar 14,5%. Árið 2018 fékk Framsókn 3,2% atkvæða og Píratar 7,7%. 

Flokkur fólksins fengi í dag 6,5% atkvæða og Sósíalistar fá 6,3% atkvæða í könnuninni.

Þá fær Viðreisn 5,4% atkvæða og Vinstri grænir hljóta 4,2% atkvæða. 

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin sex borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Framsókn og Píratar fjóra hvor og Viðreisn, Sósíalistar, Vinstri Grænir og Flokkur fólksins einn. Miðflokkurinn fær engan mann í borgarstjórn samkvæmt könnun Maskínu. 

Uppfært kl. 17. 

Upphaflegri fyrirsögn og inngangi fréttarinnar hefur verið breytt, en þá var talað um að meirihlutinn héldi ekki velli. Við nánari skoðun kemur í ljós að meirihlutasamstarfið heldur ef marka má könnun Maskínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert