Borgarbúar hafi kosið mannúð og félagshyggju

Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum mjög ánægð og erum búin að finna mikinn meðbyr og sjáum það í þessum tölum,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is

„Mér sýnist á þessu að fólk hafi verið að kjósa félagshyggjuna og mannúðina. Því vil ég stefna í þá átt í borginni. En það eru auðvitað stórir sigrar hjá örðum flokkum,“ segir Sanna enn fremur.

Þá segir hún algjörlega koma til greina að skoða að fara í meirihlutasamstarf með örðum flokkum og nefnir sérstaklega Flokk fólksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert