Lítil hreyfing í þreifingum í Reykjavík

Þrátt fyrir miklar umræður milli nær allra borgarstjórnarflokka og ótal …
Þrátt fyrir miklar umræður milli nær allra borgarstjórnarflokka og ótal samstarfsfleti hefur lítið þokast til eiginlegra meirihlutaviðræðna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítið miðaði í þreifingum milli borgarstjórnarflokka um myndun meirihluta í gær. Líkt og aðra daga vikunnar var nokkuð um fundi og símtöl, bæði milli flokka og innan þeirra, en fátt áþreifanlegt lá eftir þreifingarnar allar.

Þrátt fyrir að fram hafi komið af hálfu Viðreisnar að ekki sé óhugsandi að flokkurinn komi að meirihlutamyndun til hægri heldur hann fast í samflotið með Samfylkingu og Pírötum, sem flokkurinn hefur starfað með í hinum fallna meirihluta.

Sjálfstæðismenn hafa bundið nokkrar vonir við að Viðreisn láti tilleiðast í samstarf, enda þurfa þeir að óbreyttu að reiða sig á stuðning bæði Viðreisnar og Flokks fólksins til þess að geta myndað meirihluta með Framsókn.

Viðmælendur blaðsins á vinstri vængnum segja hins vegar óhugsandi að Viðreisn fari með Sjálfstæðisflokki í meirihluta; hún muni frekar sitja í minnihluta en að leiða hann til valda í Reykjavík á ný. Sem vissulega gæti orðið raunin, því myndi Samfylking, Framsókn og Píratar 12 manna meirihluta væri Viðreisn í raun ofaukið við það borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert