Niðurstöður meirihlutaviðræðna væntanlegar á morgun

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Hafnarfjarðarbæ hafa gengið vel en vænta má tilkynningar um niðurstöður þeirra á morgun.

Flokkarnir skipuðu einnig meirihluta á liðnu kjörtímabili en Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir samstarfið hafa gengið vel síðustu fjögur ár. Sömu sögu má segja af fundum þeirra sem hafa farið fram undanfarna daga. 

Hún segir allt hafa gengið eftir áætlun og að tilkynning komi mögulega fyrir hádegi á morgun.

mbl.is