Meirihluti myndaður í Reykjanesbæ

Meirihluti hefur verið myndaður í Reykjanesbæ.
Meirihluti hefur verið myndaður í Reykjanesbæ. mbl.is

Samningar um meirihlutasamstarf Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar, í Reykjanesbæ, eru í höfn fyrir komandi kjörtímabil.

Flokkarnir þrír mynduðu einnig meirihluta á síðasta kjörtímabili og er því um áframhaldandi samstarf að ræða.

Undirritunin mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is