Ný sveitarstjórn til starfa í Eyjafjarðarsveit

Ný stjórn Eyjafjarðarsveitar.
Ný stjórn Eyjafjarðarsveitar. Ljósmynd/Vefur Eyjafjarðarsveitar

Ný sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til starfa og átti hún sinn fyrsta fund í gær.

Á fundinum voru Hermann Ingi Gunnarsson, kjörinn oddviti sveitarstjórnar, og Linda Margrét Sigurðardóttir varaoddviti.

Þá var skipað í kjörstjórn, skipulagsnefnd, fjallskilanefnd og framkvæmdaráð.

Á fundinum var ákveðið að sameina menningar- lýðheilsu og félagsmálanefnd í eina nefnd og umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd í eina nefnd, að því er kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar.  

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar:

Hermann Ingi Gunnarsson F-lista

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K-lista

Linda Margrét Sigurðardóttir F-lista

Sigurður Ingi Friðleifsson K-lista

Kjartan Sigurðsson F-lista

Sigríður Bjarnadóttir K-lista

Berglind Kristinsdóttir F-lista

mbl.is