O-listi fengi fjóra

Borgarahreyfingin sem býður fram O-listann fær fjóra menn kjörna á þing, verði niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun sem Capacent Gallup birti í gær.

Samfylkingin fengi 20 menn kjörna á þing, samkvæmt þessari könnun, tveimur fleiri en við síðustu kosningar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 17 þingmenn í stað þeirra níu sem flokkurinn hefur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 15 þingmenn og missti tíu frá síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn fengi engan mann kjörinn en fékk fjóra fyrir tveimur árum.

Nýr flokkur hefur ekki náð mönnum á þing frá árinu 1999 þegar Frjálslyndi flokkurinn fékk fyrst menn kjörna. „Það er ekki auðvelt að brjóta það mót sem flokkakerfið er í,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og telur niðurstöðu Borgarahreyfingarinnar mikil tíðindi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 19. maí

Miðvikudaginn 18. maí

Þriðjudaginn 17. maí

Mánudaginn 16. maí