Rétt stærð skiptir öllu máli

Birna Magnúsdóttir, eigandi Selenu.
Birna Magnúsdóttir, eigandi Selenu. mbl.is/Hákon Pálsson

Kvenlíkaminn og vellíðan kvenna er í algeru aðalhlutverki hjá undirfataversluninni Selenu. Verslunin hefur síðustu 28 ár boðið upp á fjölbreytt úrval af fallegum og vönduðum undirfatnaði, sund- og náttfötum og alls kyns aukahlutum sem fullkomna heildarútlitið.

„Við hjónin stofnuðum heildverslun árið 1988 og meðal þess sem við fluttum inn voru undirföt sem voru seld til verslana um land allt. Mig langaði að gera eitthvað stærra og meira og bjóða konum upp á betra úrval þannig við opnuðum Selenu í Kringlunni árið 1995,“ segir Birna Magnúsdóttir, eigandi Selenu, sem hefur rekið verslunina í bláu húsunum við Faxafen síðustu ár.

„Selena á stóran og traustan hóp viðskiptavina af öllum kynjum sem veit fyrir hvað verslunin stendur,“ segir Birna þakklát en Selena kappkostar að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og traust vörumerki á borð við Beachlife, Cyell, Coemi, Ewa Bien, Linga Dore, Lascana og Panache, svo einhver séu nefnd. 

Undirföt eru undirstaðan í vöruúrvali hjá Selenu.
Undirföt eru undirstaðan í vöruúrvali hjá Selenu. Ljósmynd/Aðsend

„Allt eru þetta ábyrg fyrirtæki þegar litið er til efnisvals, litunar og framleiðslu á undirfatnaði, sundfatnaði og náttfatnaði,“ segir Birna sem er það mikið í mun að konum líði vel og geti notið sín í vörum frá Selenu.

„Vörumerkin sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við eru fyrirtæki sem eru með frábær hönnunarteymi á bak við sig sem fylgja tísku og nýjum straumum með áherslu á góð snið og vönduð efni.“

Rétt stærð eykur vellíðan

Undirföt eru undirstaðan í vöruúrvali hjá Selenu og þá skiptir höfuðmáli að hafa fjölbreytni að leiðarljósi. Birna segir það að velja góðan brjóstahaldara í réttri stærð leggja grunn að góðri líðan. Starfsfólk Selenu leggur allt kapp sitt á að finna viðeigandi snið og stærðir sem henta líkama hverrar konu og veitir henni ánægju og vellíðan í eigin skinni.

„Við erum alls konar, með ólíkar þarfir og væntingar. Því er gott að koma og fá ráðgjöf og aðstoð. Margar konur vita ekki hvaða brjóstahaldarastærð þær nota en það er mjög eðlilegt þar sem líkaminn er sífellt að taka breytingum. Konur ganga í gegnum hin ýmsu skeið í lífinu og vissulega getur það haft áhrif á stærðir og snið og það hvaða haldarar henta hverju sinni,“ útskýrir Birna. 

Hjá Selenu er gott og fjölbreytt úrval af aðhaldsfatnaði fyrir …
Hjá Selenu er gott og fjölbreytt úrval af aðhaldsfatnaði fyrir ýmis tilefni. Ljósmynd/Aðsend

Verslunin Selena býður upp á mælingu og ráðgjöf við valið á hinum fullkomnu brjóstahöldurum þar sem stærðirnar skipta sköpum og eru ólíkar hefðbundnum fatastærðum. Starfsfólk Selenu er sérþjálfað í slíkum mælingum og margir hverjir með áratugalanga starfsreynslu.

„Sú sem hefur stystu starfsreynsluna hóf störf hjá okkur árið 2018. Enda er þetta mjög gefandi og skemmtilegt starf, að þjónusta konur þegar þær eru að velja sér undirföt. Það er fátt skemmtilegra en að versla sér góð og vönduð undirföt. Þetta eru svo fallegar vörur, allir litirnir, blúndurnar, öll sniðin sem skipta konur svo miklu máli og skemmtilegu smáatriðin,“ segir hún og bendir á að mæling sé í flestum tilfellum upphafið að traustum og áreiðanlegum samskiptum á milli starfsfólks Selenu og viðskiptavina.

Sund- og strandfatnaður er nú lentur í versluninni. Það er …
Sund- og strandfatnaður er nú lentur í versluninni. Það er því sannkölluð sumarstemning í Selenu. Ljósmynd/Aðsend

Góð og vönduð vörumerki og gott starfsfólk

„Mælingin er aðeins byrjunin. Í framhaldi veitum við þjónustu við mátun og ráðgjöf um snið og stærð. Við erum með fjölbreytt úrval í skálastærðum B til H. Tilefnin geta líka verið af ólíkum toga og mismunandi eftir hverju konur eru að leita og hvaða form hentar hverju sinni. Það getur verið undirfatasett, aðhaldsfatnaður eða einhver sérstakur litur,“ segir Birna.

„Við erum með fjölbreytt úrval af brjóstahöldurum í hinum ýmsu sniðum og litum eftir árstíðum. Því ættu flestar konur að finna sitt rétta snið í Selenu,“ segir Birna en líkt og fram hefur komið eru allar gerðir brjóstahaldara fáanlegar í Selenu. „Góður brjóstahaldari í réttri stærð og réttu sniði er þægilegur allan daginn, veitir brjóstum góðan stuðning og getur dregið úr álagi á axlir og bætt líkamsstöðu,“ segir hún og hvetur konur til að gefa sér tíma í að velja vel og vera óhræddar við að fá aðstoð hjá starfsfólki Selenu.

„Umhirða brjóstahaldara skiptir líka miklu máli. Handþvottur er lykillinn að góðri endingu því brjóstahaldarar eru viðkvæm handverk sem eru samansett úr ótal einingum og fíngerðum blúndum.“

Hér má sjá Birnu og þrautreyndan starfshóp Selenu sem veit …
Hér má sjá Birnu og þrautreyndan starfshóp Selenu sem veit sínu viti þegar undirfatnaður er annars vegar. mbl.is/Hákon Pálsson

Glæsilegur sund- og strandfatnaður í öllum stærðum og gerðum

Um þessar mundir eru sundfötin komin í hús hjá Selenu en úrvalið hefur aldrei verið meira. „Með vorinu hefst sundfatatímabilið. Við erum með 20 mismunandi aðhaldssundboli frá þýska merkinu Lascana en þeir hafa slegið í gegn hjá okkur,“ segir Birna en að auki er gott úrval af bikiníum og tankiní-settum í hinum ýmsu litum og stærðum. 

„Úrvalið af strandfatnaði eykst með hverju árinu, sem er skemmtileg viðbót. Það er gaman að fara í sólarfríið í fallegum sundfötum og strandtúniku í stíl, sem eru mest notuðu flíkurnar í fríinu,“ segir hún. „Mörgum konum vex það í augum að velja sér undirföt og sundfatnað en við í Selenu einsetjum okkur að aðstoða konur við að gera það eins auðvelt og hægt er með góðri og nærgætinni þjónustu.“   

Smelltu hér til skoða vöruúrvalið í vefverslun Selenu.

mbl.is