Eldsvoðar aðfaranótt 9. janúar

Fjölskyldan komin með húsnæði

15.1. Fjölskylda sem missti allt sitt í eldsvoða í Mosfellsbæ í síðustu viku er komin með bráðabirgðahúsnæði og langtímahúsnæði er innan seilingar. Í ljós hefur komið að fjölskyldan var með innbústryggingu og fær því tjónið að miklu leyti bætt. Meira »

Safna fjárstyrkjum fyrir fjölskylduna

11.1. Búið er að stofna söfnunarreikning fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt þegar heimili hennar í Mosfellsbæ brann til grunna aðfaranótt þriðjudags. Meira »

„Átti ekki orð yfir gjafmildinni“

10.1. Mjög líklega er búið að útvega fjölskyldunni sem missti allt sitt í eldsvoða í Mosfellsbæ í fyrrinótt tímabundið húsnæði í bænum. Þau voru á gistiheimili á vegum Rauða krossins síðastliðna nótt og verða þar aftur í nótt, en geta vonandi fengið húsnæði til umráða á næstu dögum. Meira »

„Þetta var alveg á ystu nöf“

10.1. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að slökkviliðið hafi ráðið naumlega við að sinna eldsvoðunum tveimur sem komu upp með skömmu millibili aðfararnótt þriðjudags í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Dæmi um það sé að nota þurfti einkabíla til að flytja fólk á sjúkrahús, þar á meðal lögreglubíla. Meira »

Söfnun fyrir fjölskylduna í Mosfellsbæ

10.1. Hafin er söfnun til að koma fjölskyldunni sem missti allt sitt í eldsvoða í Mosfellsbæ í fyrrinótt til hjálpar. Þegar hafa vegleg framlög borist en stærsti vandinn er húsnæðisleysið að svo stöddu. Meira »

Enn á gjörgæslu eftir eldsvoðann

10.1. Maðurinn sem var fluttur á Landspítalann eftir eldsvoðann í fjölbýlishúsi í Grafarvogi aðfaranótt þriðjudags er enn á gjörgæslu. Meira »

Talið að eldurinn hafi kviknað í stofu

10.1. Talið er að eldurinn sem varð á fjórðu hæð fjölbýlishúss í Grafarvogi aðfaranótt þriðjudags hafi kviknað í stofu.  Meira »

Hélt að fjölskyldan væri að brenna inni

9.1. „Við horfum beint út um eldhúsgluggann og sjáum bara eldhaf,“ Halldór Hrannar Halldórsson, íbúi í Mosfellsbæ, sem horfði á hús nágranna sinna brenna til grunna í nótt. Fimm manna fjöl­skylda býr í húsinu og tókst þeim að bjarga sér út í gegn­um svefn­her­berg­is­glugga. Meira »

Geta ekkert fullyrt um eldsupptök

9.1. „Við vitum ekkert um eldsupptök og getum ekkert fullyrt um þau,“ segir Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tæknideild fer yfir gögn af vettvangi eldsvoða í Mosfellsbæ og Grafarvogi frá í nótt en húsið í Mosfellsbæ er ónýtt eftir brunann. Meira »

„Húsið er algjörlega horfið“

9.1. „Við erum að yfirgefa vettvang,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Slökkviliðið vann að því í morgun að moka burt rústum af hús­inu sem brann við Reykja­braut í Mos­fells­bæ í nótt. Meira »

Rústunum mokað í gám

9.1. Slökkviliðið vann í morgun að því að moka burt rústunum af húsinu sem brann við Reykjabraut í Mosfellsbæ í nótt. Bálhvasst var á svæðinu sem gerði starfið vandasamt og áttu stórar bárujárnsplötur það til að fjúka í veðurofsanum. Enn rauk úr rústum hússins og sprautuðu slökkviliðsmenn vatni yfir þær. Meira »

Liggur á gjörgæslu eftir eldsvoða

9.1. Maðurinn sem var fluttur í lífshættu á Landspítalann eftir eldsvoða í Grafarvogi í nótt liggur á gjörgæslu.  Meira »

Hluti hópsins útskrifaður af sjúkrahúsi

9.1. Einhverjir þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna eldsvoðanna tveggja í nótt hafa verið útskrifaðir þaðan. Að sögn deildarstjóra bráðadeildar Landspítalans er maðurinn sem var fluttur á sjúkrahús í lífshættu kominn af bráðadeild. Meira »

Húsið í Mosfellsbæ talið ónýtt

9.1. Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í einbýlishúsinu í Mosfellsbæ í nótt. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er húsið talið ónýtt en um timburhús er að ræða. Hafist hefur verið handa við að rífa lausa hluti og setja í gáma vegna veðurs. Meira »