Húsið í Mosfellsbæ talið ónýtt

Eldur kom upp í einbýlishúsi í Mosfellsbæ í nótt.
Eldur kom upp í einbýlishúsi í Mosfellsbæ í nótt. Ljósmyndari Sumarliði Gunnar Halldórsson

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í einbýlishúsinu í Mosfellsbæ í nótt. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er húsið talið ónýtt en um timburhús er að ræða. Hafist hefur verið handa við að rífa lausa hluti og setja í gáma vegna veðurs.

Hvasst er á svæðinu og erfitt að athafna sig. Ein stöð með fimm slökkviliðsmenn að störfum er á vettvangi.

Ekkert er ljóst um eldsupptök að svo stöddu.

Vegna eldsvoðans í Grafarvogi hefur vettvangurinn verið afhentur lögreglunni. Ágætlega gekk að slökkva eldinn þar en tjónið er talsvert og skemmdir urðu á íbúðinni og sameign, að sögn slökkviliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert