„Húsið er algjörlega horfið“

Slökkviliðsmenn ganga úr skugga um að eldur gjósi ekki upp …
Slökkviliðsmenn ganga úr skugga um að eldur gjósi ekki upp í rústum hússins sem gjöreyðilagðist. mbl.is/Hallur Már

„Við erum að yfirgefa vettvang,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Slökkviliðið vann að því í morgun að moka burt rústum af hús­inu sem brann við Reykja­braut í Mos­fells­bæ í nótt.

Slökkviliðinu barst tilkynning um eld í húsinu laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Fimm manna fjölskylda bjargaði sér út í gegnum svefnherbergisglugga en húsið er talið ónýtt.

Oddur segir að slökkvilið hafi fjarlægt það sem helst gat fokið. Mikill vindur var á svæðinu og slökkviliðsmenn komu í morgun í veg fyrir að stórar járnplötur fykju.

„Húsið er algjörlega horfið,“ segir Oddur þegar hann er spurður um stöðuna á húsinu. Lögregla mun í framhaldinu rannsaka eldsupptök.

Húsið varð fljótt alelda.
Húsið varð fljótt alelda. Ljósmynd/Sumarliði Gunnar Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert