Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Framúrskarandi stemning í Hörpu

15.11. Bekkurinn var þétt setinn í Hörpu í gær þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Creditinfo fagnaði með þeim með fyrirtækjum sem hlutu vottun þess, Framúskarandi fyrirtæki ársins 2018. Meira »

Náttúrulegur þáttur í starfseminni

15.11. „Við lítum á þetta sem náttúrulegan þátt í okkar starfsemi,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, sem var verðlaunað af Creditinfo fyrir samfélagslega ábyrgð í Hörpu í gær. Fyrirtækið hafi t.a.m. lagt mikinn metnað í átt að jafnlaunavottun að undanförnu. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

15.11. Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Nox Medical fékk nýsköpunarverðlaun

14.11. Samherji er í efsta sæti lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2017 sem kynntur var í Hörpu í dag, en á listanum eru 857 fyrirtæki, 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Á eftir Samherja koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Meira »

Kenna bílstjórum að aka rétt

14.11. Vörumiðlun á Sauðárkróki er þriðja stærsta flutningafyrirtæki landsins á eftir Eimskipi og Samskipum, og þar við stjórnvölinn er Magnús E. Svavarsson. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að mestu skipti að það sé alltaf nóg að gera. „Við erum með vöruflutninga og keyrum frá Reykjavík í Skagafjörðinn og Húnavatnssýsluna, Dalasýslu og á Strandir, en einnig austur fyrir fjall til Hellu og Hvolsvallar sem og til Víkur og Kirkjubæjarklausturs,“ segir Magnús, en félagið sinnir einnig Reykjanesinu eftir að það festi á síðasta ári kaup á Fitjum vörumiðlun í Keflavík. Meira »

„Tækniþróunin er einna hröðust í fjármálageiranum“

14.11. Stefán Þór Bjarnason framkvæmdastjóri Arctica Finance segir margt gott við að starfrækja fyrirtækið í landinu. Hann telur hins vegar að þar sem við erum fá í landinu séu fjárfestar á markaði jafnframt fámennur og einsleitur hópur. Erlendum aðilum á markaði hefur fjölgað en hann telur mikilvægt að auka þátttöku innlendra og erlendra aðila í fjárfestingu á markaðnum. Meira »

Getur prentað tugþúsundir blaða á klukkustund

14.11. Þegar flestir eru á leið heim að loknum hefðbundnum vinnudegi aukast umsvifin í reisulegri byggingu uppi við Rauðavatn. Þá taka prentarar Landsprents til við að ræsa stærstu prentvél landsins. Meira »

Starfsemin hófst í kvikmyndahúsi

14.11. Þetta er ákveðin viðurkenning og hvatning fyrir okkur um að við séum að gera eitthvað rétt í rekstrinum,“ segir Kristín Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Reykjabúsins, spurð um þýðingu þess að vera á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Meira »

„Aukin sjálfvirkni í brennidepli“

14.11. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, setur jafnrétti í forgrunn í sínu fyrirtæki og hefur m.a. staðið fyrir #metoo-fundum þar sem konur sögðu sína sögu á kvennafundum og karlar fengu fræðslu á sínum fundum. Hann segir 4. iðnbyltinguna mikilvæga og sjálfvirkni í brennidepli. Meira »

Sóltúnsmódelið hefur gefið góða raun

14.11. Hingað til höfum við aðallega verið þekkt fyrir góða þjónustu og starfsemin komið vel út í gæðavísum. Er ánægjulegt að fá líka viðurkenningu fyrir að reksturinn gengur vel fjárhagslega,“ segir Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs og framkvæmdastjóri hjúkrunar í Sóltúni Meira »

„Veljum alltaf arðsemi umfram vöxt“

14.11. Eflaust var það Fasteignafélaginu Eik til happs að eftir fjögurra ára stækkunartímabil ákváðu stjórnendur félagsins að hægja ferðina árið 2006 og bíða með kaup á fleiri eignum. Var hlutfall skulda á móti eignum því viðráðanlegt þegar fjármálakreppan skall á. Meira »

Hafa hjálpað fimm milljónum manna að fá bót meina sinna

14.11. Starfsemi Nox Medical hefur vaxið hratt frá því félagið var stofnað árið 2006. Eigendur og stjórnendur félagsins hafa samt farið sér í engu óðslega: „Við erum svo gamaldags að við höfum haft það að leiðarljósi að tekjurnar séu hærri en útgjöldin og aldrei hefur félagið þegið lán hjá lánastofnunum. Árið 2009 voru fyrstu afurðir fyrirtækisins seldar og þetta fyrsta tekjuár var hagnaður af rekstrinum – og hefur verið alla tíð síðan,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri félagsins, en Nox Medical fær sérstaka nýsköpunarviðurkenningu Creditinfo í ár. Meira »

Merki um þjóðfélag sem blómstrar

14.11. Valgerður Hrund Skúladóttir rafmagnsverkfræðingur/ MBA er forstjóri Sensa. Hún er hógvær stjórnandi í leiðandi tæknifyrirtæki sem hefur mætt sem norn á starfsmannafund og segir að það hafi virkað vel. Meira »

Stærðin býður upp á meiri sérhæfingu

14.11. „Það er alveg rétt að það útskrifast þó nokkuð margir lögfræðingar árlega þegar fagið er kennt við fjóra háskóla hér á landi en á móti kemur að markaðurinn virðist hafa kallað eftir fleiri lögfræðingum enda þróunin í þá átt að regluverkið verði flóknara og meira eftirlit á mörgum sviðum,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri LOGOS. Meira »

Þjónustan skapar samkeppnisforskotið

14.11. Það sést á rekstri Nesradíós hvað Íslendingum er mörgum annt um bílinn sinn, vilja hafa hann vel tækjum búinn og gera að sínum eigin griðastað. „Ástæðan fyrir því að svo margir vilja hafa vandaða hátalara og öflug bassabox í bílunum sínum er að það er á bak við stýrið sem þeir hafa besta tækifærið til að hlusta á sína uppáhaldstónlist í friði, án þess að einhver segi þeim að lækka eða skipta um lag,“ segir Jónína Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meira »

Hefst með dugnaði, þrjósku og stórgóðu starfsfólki

14.11. Um daginn spurði meðlimur í neytendahóp á Facebook hvar hann ætti að kaupa sér nýja dýnu. Stóð ekki á svörunum: „RB Rúm eða þú ert að henda peningunum.“ Fyrirtækið Ragnar Björnsson ehf, eða RB Rúm eins og það er oftast kallað, á sér langa og merkilega sögu og fagnar 75 ára afmæli þann 1. desember næstkomandi. Meira »

Veltan vaxið um 70% á 4 árum

14.11. Á árunum 2012 til 2014 bjó Hermann Guðmundsson í Bandaríkjunum og sinnti bæði innflutningi og útflutningi frá Íslandi. Það var tilbreyting frá hinum annasömu störfum sem hann hafði gegnt sem forstjóri N1 og Bílanausts áratuginn þar á undan. En þá var aftur komið að kaflaskilum og í samfloti við gamlan samstarfsmann ákvað hann að leita að fyrirtæki til kaups á Íslandi. Fljótlega staðnæmdust þeir félagar við félagið Kemi og settu sig í samband við eigendur þess. Meira »

Mikilvægt að hafa sem mesta vissu um rekstrarumhverfið

14.11. Það er fyrst og fremst samstillt, framsýnt og öflugt starfsfólk til sjós og lands, hérlendis sem erlendis, sem skiptir máli, segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en Samherji hefur undanfarin ár verið í efstu sætum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Mikilvæg tímamót urðu í rekstri Samherja á síðasta ári þegar fyrirtækinu var skipt í tvennt. Meira »

Draumaland pípulagningameistarans

14.11. Ekki er spurt um á hvaða tíma sólarhringsins og hvað þá á hvaða degi þjónustu SÓS lagna er krafist. Fyrirtækið stofnaði Sigurður Óli Sumarliðason árið 1997 eftir að hafa starfað í nokkur ár sem pípulagningamaður. Meira »

Reksturinn tók kipp eftir hrun

14.11. Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík árið 1973 og hefur verið rekið af sömu fjölskyldu frá árinu 1985 er hjónin Guðmundur Aðalsteinsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir keyptu fyrirtækið. Þá var Tandur lítið fyrirtæki í Dugguvogi með tvo starfsmenn og reksturinn krefjandi eins og oft er með ný fyrirtæki. Í dag starfa 38 manns hjá Tandri hf. og tóku tveir synir þeirra hjóna alfarið við keflinu árið 2006, framkvæmdastjórinn Guðmundur Gylfi og gæðastjórinn Birgir Örn. Saman eiga þeir 20% hlut í Tandri en fjárfestingarfélagið Sjávarsýn keypti 80% hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs. Meira »

Veikara gengi hækkar kostnað

14.11. Gylfi er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins JÁVERK og er félagið núna á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. JÁVERK var stofnað 1992, veltir hér um bil 6 milljörðum króna og eru starfsmenn í kringum 110 talsins. Meira »

Viðskiptavinum fjölgað úr 18.000 upp í nærri 70.000

14.11. Vörður tryggingar hafa verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja síðastliðin sex ár og má heyra á Guðmundi Jóhanni Jónssyni, forstjóra félagsins, að honum þykir vænt um viðurkenninguna: „Við stillum viðurkenningarskjölunum upp í móttökunni þar sem viðskiptavinir og starfsmenn geta séð. Það er bæði jákvætt og hvetjandi að tekið sé eftir þeim góða árangri sem félagið hefur náð,“ segir hann. Meira »

Vandvirkni og vinnusemi skila árangri

14.11. Þegar veitingastaður er orðinn nærri 60 ára gamall væri réttara að kalla hann kennileiti í samfélaginu eða líta á hann sem hálfgerða menningarstofnun. Það var árið 1962 að Stefán Ólafsson opnaði matsölustaðinn Múlakaffi og þótti hann djarfur að koma sér fyrir í Hallarmúla 1 sem á þeim tíma var nokkuð langt frá miðju borgarinnar. En Stefán sá hvert stefndi og vissi að svæðið í kring myndi byggjast upp. Meira »

Einka- og fyrirtækjamarkaðurinn svipaðir að stærð og fyrir hrun

14.11. Undanfarinn áratugur hefur verið mjög viðburðaríkur á íslenskum bílamarkaði. Á köflum hefur reksturinn verið þungur hjá bílaumboðum eins og Heklu, sem í dag er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Meira »

Góður bransi fyrir spennufíkla

14.11. Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari hefur þroskast sem leiðtogi á undanförnum árum að eigin sögn. Hún segir á skemmtilegan hátt frá þessari þroskasögu og hvaða merkingu það hefur fyrir hana persónulega að fyrirtækin undir hennar stjórn hafi verið valin framúrskarandi á þessu ári. Meira »

Þróast í sátt við umhverfið

14.11. Samfélagsleg ábyrgð hefur lengi verið mikilvæg hjá verkfræðistofunni Eflu og forverum hennar að sögn Guðmundar Þorbjörnssonar framkvæmdastjóra. „Þegar fyrir 15 árum síðan vorum við t.d. byrjuð að vinna í gæðavottun og svo umhverfis- og öryggisvottun, fyrst fyrirtækja í okkar geira á Íslandi,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Salan aldrei verið meiri

14.11. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir afkomu Landsvirkjunar á síðustu misserum sýna og sanna að fyrirtækið sé þjóðinni ákaflega verðmætt. Hún horfir björtum augum á tækifærin í framtíðinni, sem markast að stórum hluta af fjórðu iðnbyltingunni, nýjum tækifærum og aukinni eftirspurn eftir grænni orku hér heima og erlendis. Meira »

Höfum lært mikið af álverunum

14.11. Vinnufataverslunin Vinnuföt í Bæjarlind í Kópavogi er eitt 70 fyrirtækja á landinu sem verið hafa framúrskarandi frá upphafi. Meira »

Selja þriðjung framleiðslunnar erlendis

14.11. Gaman er að sjá hve mörg fyrirtæki á landsbyggðinni komast á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Eitt þeirra er Steinull hf. á Sauðárkróki en þar starfa um 40 manns við að framleiða hágæðavöru fyrir innlenda og erlenda kaupendur. Meira »

Vaxa samhliða fólksfjölgun

14.11. Læknisfræðileg myndgreining er í annað sinn á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo að sögn Ragnheiðar Sigvaldadóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem rekur starfsemi undir merkjum Röntgen Domus á þremur starfsstöðvum í Reykjavík. Læknisfræðileg myndgreining hóf rekstur árið 1993 og fagnar því um þessar mundir aldarfjórðungs starfsafmæli. Undanfarin ár hefur fyrirtækið verið leiðandi á sviði myndgreiningar á Íslandi og er hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Meira »