Efla og Nox Medical verðlaunuð fyrir nýsköpun og samfélagslega ábyrgð

„Við lítum á þetta sem náttúrulegan þátt í okkar starfsemi,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, sem var verðlaunað af Creditinfo fyrir samfélagslega ábyrgð í Hörpu í gær. Fyrirtækið hafi t.a.m. lagt mikinn metnað í átt að jafnlaunavottun að undanförnu sem sé líka í takt við kröfur samfélagsins.

„Þetta eru tvö málefni sem okkur langaði til að vekja athygli á og við teljum að skipti miklu máli fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, en fyrirtækið verðlaunaði auk þess Nox Medical fyrir nýsköpun.

Verðlaunin voru veitt þegar Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fengu viðurkenningar. Brynja segir að erfitt sé að mæla nýsköpun og samfélagslega ábyrgð í tölum og krónum en það dragi ekki úr mikilvæginu. Því voru skipaðar sérstakar dómnefndir til þess að leggja mat á hvaða fyrirtæki hafa skarað fram úr á þessum sviðum undanfarið.

Í myndskeiðinu er rætt við Brynju og Guðmund, og Pétur Má Halldórsson, framkvæmdastjóra Nox Medical.  

Sérblað um Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fylgir Morgunblaðinu í dag og þá hefur verið opnaður sérstakur undirvefur mbl.is fyrir Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK