Sjálfsvíg á geðdeild Landspítala

Þegar það gerist sem ekki á að geta gerst

2.9. „Þegar tvö sjálfsvíg gerast á örfáum dögum inni á geðdeild þarf ekki að undra þótt viðbrögðin nái út í allt samfélag okkar. Hvað þarf að gera?, spyr Högni Óskarsson geðlæknir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ýmis geðheilbrigðisverkefni í skólunum

31.8. Nemendaverndarráð, námsráðgjafar, hluti kennslunnar í lífsleikni og önnur verkefni eru í gangi innan grunnskóla Reykjavíkurborgar til þess að stuðla að bættu geðheilbrigði grunnskólanemenda. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

18.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Bíða upplýsinga um sjálfsvígið

15.8. Tilkynning frá Landspítala til embættis landlæknis um atvik sem átti sér stað aðfaranótt föstudags þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild spítalans, var ekki fullnægjandi og bíður embættið nú eftir nánari upplýsingum frá spítalanum. Meira »

„Þetta átti ekki að gerast þarna“

15.8. „Erum við sem samfélag ekki að bregðast fólki sem þarf aðstoð? Þurfum við ekki að vera brjáluð og krefjast úrbóta og úrræða? Áður en næsta manneskja deyr,“ skrifar Oddrún Lára Friðgeirsdóttir á Facebook, þar sem hún segir fréttir af sjálfsvígi á geðdeild Landspítalans hafi vakið upp slæma minningu. Meira »

„Hægt að koma í veg fyrir þetta“

14.8. „Það er hægt að koma í veg fyrir þetta. Það þarf bara að grípa fyrr inn í, en kerfið er sprungið,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Eins og greint hefur verið frá fyrirfór ungur karlmaður sér á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags. Meira »

Fyrirfór sér á geðdeild Landspítalans

13.8. Karlmaður fyrirfór sér á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags eftir að hann hafði verið fluttur þangað í sjálfsvígshættu. Lýst var eftir honum aðfaranótt fimmtudags og fór fram leit að honum. Samkvæmt heimildum mbl.is hafði hann þá ætlað að svipta sig lífi en hætti við á síðustu stundu. Meira »

Heimsækja geðdeild LSH í haust

31.8. Velferðarnefnd Alþingis hyggst heimsækja geðdeild Landspítalans í haust, líklega í september, til að kynna sér starfsemina og yfirstandandi úrbætur á húsnæði deildarinnar. Meira »

Vilja bæta geðheilbrigðismál

30.8. „Þetta er eitt af því sem er einlægur vilji okkar að bæta,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, spurður um það hvort veita eigi aukna fjármuni til geðheilbrigðismála í næstu fjárlögum, sem kynnt verða þegar Alþingi kemur saman um miðjan næsta mánuð. Meira »

Stefna á langtímasamning við Hugarafl

17.8. Velferðarráðuneytið stefnir að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls, samtaka notenda geðheilbrigðisþjónustu, til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun. Meira »

„Svona á ekki að geta gerst“

15.8. „Ég tek undir með framkvæmdastjóra lækninga og spítalanum að svona á ekki að geta gerst,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, en eins og fjallað hefur verið um svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags eftir að hafa verið fluttur þangað í sjálfsvígshættu. Meira »

Málið litið alvarlegum augum

14.8. Fara mun fram ítarleg skoðun innan Landspítalans á sviplegu fráfalli ungs manns sem svipti sig lífi á geðdeild spítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Meira »

Minntust látins vinar á Rútstúni

13.8. Vin­ir og ættingjar unga manns­ins sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. Boðað var til minningarathafnarinnar á Facebook. Þar var fólk hvatt til að kaupa kerti, mæta brosandi og deila góðum minningum. Meira »