Skriða í Öskju

Virknin að aukast á skjálftasvæðinu

27.8.2014 Mikil skjálftavirkni er enn undir og við norðanverðan Vatnajökul og hafa tveir skjálftar yfir fimm stig orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálfti sem mældist 4,5 stig varð í Öskju um tvöleytið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur viðbúnaðarstigi ekki verið breytt en virknin er að aukast. Meira »

Risaskriðan enn til rannsóknar myndasyrpa

19.8.2014 Berghlaupið sem féll í Öskjuvatn að kvöldi 21. júlí er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi og vísindamenn eru enn að rannsaka umfang þess. Ljósmyndari mbl.is flaug í gærkvöldi með vísindamönnum inn í Öskju og tók meðfylgjandi myndir. Meira »

Skriðan nær langt út í vatnið

19.8.2014 Skriðan sem fór af stað þegar berghlaup varð í Öskju 21. júlí sl. teygir sig rúma 2 km út í Öskjuvatn og er um 20 metra þykk þar sem hún endar. Meira »

Ferðatakmörkunum um Öskju aflétt

7.8.2014 Almannavarnir hafa aflétt takmörkunum á ferðum ferðafólks um Öskju en enn er þó varað við hættu á flóðbylgjum í Öskjuvatni þar sem berghlaup niður í vatnið geta hrundið af stað. Meira »

Óráðlegt að ganga niður að Öskju

29.7.2014 Línur voru lagðar að áframhaldandi rannsóknum á Öskjusvæðinu á sérstökum fundi í morgun eftir að stór skriða féll þar í síðustu viku. Ekki er ráðlegt að fara niður að vatninu að sögn Ármanns Höskuldssonar jarðskjálftafræðings, en flóðbylgju tekur aðeins eina mínútu að berast yfir vatnið. Meira »

Öskjuleið er ófær

29.7.2014 Vegna vatnavaxta er norðanleiðin (F-88) inn í Öskju nú ófær nema fyrir breytta jeppa. Þeim, sem eiga leið í Öskju að norðan, er bent á að fara heldur veg 910 (austurleið). Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn í Öskju, m.a. til að skoða ummerkin eftir skriðuna miklu. Meira »

Veðurstofan ekki látin vita

29.7.2014 Það gleymdist að láta Veðurstofuna vita af berghlaupinu í Öskju fyrr en á þriðjudagskvöld.  Meira »

Takmarkanir breyta ekki miklu

28.7.2014 Afgirt svæði á Öskjusvæðinu ættu ekki að breyta miklu fyrir ferðamenn, segir yfirlandvörður. Enn sé hægt að ganga þær leiðir sem voru fjölfarnastar fyrir skriðuna í síðustu viku. Svæðið er nú í skoðun og ef niðurstöður sýna að svæðið sé öruggt er mögulegt að afgirt svæði verði opnuð aftur í vikunni. Meira »

Mælar á Rangárvöllum námu drunur frá berghlaupi

28.7.2014 Innhljóð frá hljóðbylgjunni sem berghlaupið í Öskju sendi frá sér mældist greinilega á mæli í Gunnarsholti á Rangárvöllum.  Meira »

Virða ferðabann við Öskju

27.7.2014 Ferðamenn í nánd við Öskju, þar sem stór skriða féll seinasta mánudag, hafa virt þær takmarkanir og bönn sem eru í gildi á svæðinu, að sögn Stefáns Jökulssonar, yfirlandvarðar í Öskju. Meira »

Íslendingar leggja land undir fót

26.7.2014 „Það er búið að vera slatti af fólki hérna í dag og meira af Íslendingum eftir að skriðan féll. Við erum að segja þeim hvað má og hvað má ekki. Fólki finnst þetta augljóslega mjög spennandi,“ segir Heimir Gestur Valdimarsson, skálavörður í Dreka. Meira »

Mikil snjókoma olli berghlaupinu

26.7.2014 Berghlaupið í Öskju má sennilega rekja að miklu leyti til veðráttunnar í vetur, en í október var tvöföld meðalúrkoma á Akureyri. Þetta eru sömu skilyrði og mynduðust í Kinnarfjöllum árið 2012, en þar varð einnig berghlaup. Meira »

Áfram hætta í sárinu

26.7.2014 Þótt ekki sé lengur talin hætta á skriðuföllum með tilheyrandi flóðbylgju í Öskjuvatni vilja almannavarnir hafa varann á og verður því umferð ferðafólks við Öskju takmörkuð áfram næstu daga. Meira »

Umferð áfram takmörkuð við Öskju

25.7.2014 Vísindamenn hafa í dag farið yfir frumniðurstöður rannsókna síðustu daga í kjölfar skriðunnar í Öskju á mánudaginn. Enn þykir ástæða til þess að hafa varann á og takmarka umferð innan öskjunnar eins og hefur verið gert undanfarna daga, fram í næstu viku. Meira »

Stálið ótryggt og hrynur enn úr því

25.7.2014 Ákveðið verður að loknum fundi vísindamannaráðs almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag hvort breytingar verða gerðar á takmörkunum á umferð ferðafólks að Öskju, vegna skriðufallanna þar fyrr í vikunni. Meira »

50 milljóna rúmmetra skriða

24.7.2014 Jarðvegurinn í skriðunni sem féll í Öskju jafnast á við heilt fjall. Skriðan sem féll seint að kvöldi mánudags við Öskjuvatn er um 1,2 km breið þar sem hún er breiðust og nær hún um einn kílómetra frá fjallseggjum og fram á vatnsbakkann. Meira »

„Bráðabani“ að fara niður að vatninu

23.7.2014 „Þetta hefði farið verr ef þetta hefði verið um miðjan dag,“ segir Ármann Höskuldsson jarðfræðingur, sem staddur er við Öskjuvatn og skráir þar ummerki eftir skriðuna sem féll rétt fyrir miðnætti á mánudag. Hann segir hlíðina enn óstöðuga og óráðlegt að fara niður að vatninu. „Það er bara bráðabani.“ Meira »

Vígalegur mökkur steig til himins

23.7.2014 „Þetta var svolítið vígalegur mökkur,“ segir Stefán Valur Jónsson, björgunarsveitarmaður í Skagfirðingasveit á Sauðárkróki. Stefán og þrjú önnur úr sveitinni sinna hálendisgæslu norðan Vatnajökuls og eru að því best er vitað þau einu sem urðu vitni að hamförunum í Öskjuvatni um miðnætti í fyrrakvöld. Meira »

Stór skriða féll í Öskjuvatn

22.7.2014 Stór skriða féll í Öskjuvatn stuttu fyrir miðnætti í gær, sem orsakaði flóðbylgju í vatninu. Kom bylgjan hreyfingu á allt laust efni sem fyrir var. Mældist mikill óró á jarðskjálftamælum í um 20 mínútur eftir á. Meira »