mbl | sjónvarp

Áttaði sig á samkynhneigð sinni 6 ára

ÞÆTTIR  | 30. janúar | 21:36 
„Að vera hommi á þessum tíma var alltaf þessi spurning um hvort maður væri með alnæmi,“ segir Heimir Már Pétursson. Hann áttaði sig snemma á því að hann var samkynhneigður. „Ég hélt lengi að allir strákar væru eins og ég. Það var dálítið sjokk að komast að því að svo var ekki,“ segir Heimir í þættinum Út úr skápnum hér á MBL Sjónvarpi.
Út úr skápnum
Að koma út úr skápnum er í senn ein erfiðasta og besta lífsreynsla sem fólk stendur frammi fyrir. Í þættinum Út úr skápnum kynnumst við sögu fólks sem hefur kynnst þessu af eigin raun og þeirri gleði, sorg og áhyggjum sem þessari ákvörðun fylgir.
Loading