mbl | sjónvarp

„Mamma, ég er lesbía"

INNLENT  | 13. febrúar | 22:37 
Kidda rokk er 38 ára þriggja barna móðir, smiður að mennt, sem er að klára nám í félagsráðgjöf. Hún hefur verið gift sömu konunni í níu ár. Kidda undirbjó sig vel áður en hún kom út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum. Sá undirbúningur reyndist óþarfur. Kidda segir sögu sína í þættinum Út úr skápnum hér á MBL Sjónvarpi.
Út úr skápnum
Að koma út úr skápnum er í senn ein erfiðasta og besta lífsreynsla sem fólk stendur frammi fyrir. Í þættinum Út úr skápnum kynnumst við sögu fólks sem hefur kynnst þessu af eigin raun og þeirri gleði, sorg og áhyggjum sem þessari ákvörðun fylgir.
Loading