„Ég er ógeðslega ósáttur“

ÍÞRÓTTIR  | 3. desember | 22:15 
Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var allt annað en sáttur með tap hans manna gegn Keflavík í kvöld. Daníel sagði lykilleikmenn hafa brugðist, skotval leikmanna á stundum skelfilega og að lið hans hafi aðeins tapað með fjórum stigum eftir slíka frammistöðu hafi verið kraftaverk.

Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var allt annað en sáttur með tap hans manna gegn Keflavík í kvöld. Daníel sagði lykilleikmenn hafa brugðist, skotval leikmanna á stundum skelfilega og að lið hans hafi aðeins tapað með fjórum stigum eftir slíka frammistöðu hafi verið kraftaverk.

„Lélegt skotval, lélegar ákvarðanir trekk í trekk og lélegur varnarleikur,“ sagði Daníel í samtali við mbl.is en Keflavík vann 85:81 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Keflavík er eftir leikinn í þriðja sæti en Njarðvík sjötta.

„Ég er ógeðslega ósáttur,“ sagði Daníel en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir