„Auf Deutsch, bitte”

INNLENT  | 12. júní | 10:37 
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands er mættur á Bessastaði til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Það var mikil viðhöfn þegar hann renndi í hlað á embættisbílnum.

Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands er mættur á Bessastaði til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Það var mikil viðhöfn þegar hann renndi í hlað á embættisbílnum.

Lúðrasveit Reykjavíkur lék undir móttökuathöfnina og gervöll ríkisstjórn Íslands tók í höndina á Steinmeier, er Guðni leiddi hann um planið framan við Bessastaði. Svo virtist vera sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafi verið sá eini sem lagði í að bjóða forsetann velkominn á hans móðurmáli.

 

„Auf Deutsch, bitte,” leiðbeindi Guðni Guðmundi er hann kynnti Steinmeier fyrir Guðmundi, þó að sjálfur hafi Guðni spjallað við hann á ensku. Guðmundur kvað hafa verið í námi í Þýskalandi á sínum tíma.

Leikskólabörn höfðu einnig stillt sér upp í hring við túnið og gengu forsetarnir og eiginkonur þeirra um og heilsuðu með virktum. Guten Morgen og svo Tschüss!

 

Forseti Þýskalands, hvers embætti er hliðstætt íslenska forsetans, það er án mikillar pólitískrar ábyrgðar, verður hér á landi í tvo daga og dagskráin er þétt.

Í dag opnar hann sýningu um þýskar verkakonur á Íslandi í Árbæjarsafni og svo er kvöldverður í Hörpu í kvöld. mbl.is er á svæðinu og birtir myndir og frásagnir af heimsókn forsetans í dag.

Þættir