Woodstock: bærinn sem lánaði tónlistarhátíð nafnið sitt

FÓLKIÐ  | 16. ágúst | 9:26 
Ferðamenn koma oft til bæjarins Woodstock í New York-ríki í Bandaríkjunum leitandi að minjum um tónlistarhátíðina Woodstock.

Nú um helgina eru 50 ár síðan Woodstock-tónlistarhátíðin var haldin. Það vita það kannski ekki allir en tónlistarhátíðin var í raun ekki haldin í bænum Woodstock í New York-ríki í Bandaríkjunum, heldur tæpa 100 km í burtu frá honum.

Enn í dag ráfa þó ferðamenn um bæinn og spyrjast fyrir um tónlistarhátíðina, sem hefur skipað sér stóran sess í tónlistarsögunni.

Ferðamennirnir koma ekki alveg að tómum kofanum þegar þeir koma til Woodstock, en bærinn hefur verið griðastaður tónlistarmanna og listamanna í gegnum tíðina.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/08/15/fundu_fyrstu_myndina_af_ser_saman_50_arum_sidar/

Þættir