Trump tók á móti ofurhetjum og kúrekum

ERLENT  | 29. október | 8:33 
Risaeðlur, blettatígur, kúrekar og ofurhetjur. Gestir bandarísku forsetahjónanna í gær voru af nokkuð öðrum toga en vant er.

Risaeðlur, blettatígur, kúrekar og ofurhetjur. Gestirnir sem sóttu Hvíta húsið heim í gær voru af nokkuð öðrum toga en vant er þegar forsetahjónin Donald og Melania Trump tóku þar á móti grímuklæddum börnum í tilefni Halloween-hátíðarinnar.

 

Ekki var annað að sjá en að hjónunum færist þetta vel úr hendi, en þetta er þriðja Halloween-hátíðin sem þau halda í húsinu við Pennsylvaníubreiðgötu númer 1600, þar sem Hvíta húsið stendur.

 

 

 
 

 

 

Þættir