Grímuklæddur Biden aftur á meðal almennings

ERLENT  | 25. maí | 22:50 
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, kom í fyrsta sinn í dag fram á meðal almennings í rúma tvo mánuði. Hann var með svarta grímu fyrir andlitinu er hann lagði blómsveig til að minnast fallinna bandarískra hermanna.

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, kom í fyrsta sinn í dag fram á meðal almennings í rúma tvo mánuði. Hann var með svarta grímu fyrir andlitinu er hann lagði blómsveig til að minnast fallinna bandarískra hermanna.

Joe Biden hyggst 

Biden kom síðast fram opinberlega 15. mars er hann mætti fyrrverandi andstæðingi sínum Bernie Sanders í kappræðum í sjónvarpssal. Engir áhorfendur voru þó í salnum.

 

„Það er gott að vera kominn út úr húsi,“ sagði hinn 77 ára Biden, sem hafði dvalið á heimili sínu í Wilmington í Delaware vegna kórónuveirufaraldursins. Að sögn Biden fóru hann og eiginkona hans aðeins í stöku göngu- og hjólreiðaferðir á meðan þau voru heima við.

Frambjóðandinn virðist ófeiminn við að nota grímu á almannafæri, öfugt við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur ekki enn látið sjá sig opinberlega með grímu.

Vildi ekki veita 

Þættir