Erfið og óvinsæl en mjög falleg

INNLENT  | 29. maí | 13:19 
Á meðal hjólreiðafólks er brekkan við Hallsteinsgarð í Grafarvogi ekki sú vinsælasta þegar það þeysist við Strandveginn í átt að borginni. Hún tekur á en það breytir því ekki að á góðum degi er þetta einn fegursti staður borgarinnar eins og sást í síðustu viku.

Á meðal hjólreiðafólks er brekkan við Hallsteinsgarð í Grafarvogi ekki sú vinsælasta þegar það þeysist við Strandveginn í átt að borginni. Hún tekur á en það breytir því ekki að á góðum degi er þetta einn fegursti staður borgarinnar.

Það var tilfellið í liðinni viku þegar ég átti leið um og myndaði ál-skúlptúranna eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara sem gaf borginni verkin árið 2013. Í garðinum eru 16 höggmyndir úr áli sem listamaðurinn byrjaði að koma fyrir á hæðinni fyrir ofan Gufunes árið 1989. Staðurinn nýtur töluverðra vinsælda og þangað kemur fólk gjarnan til að horfa yfir sundin og njóta sólarlagsins. 

 

Þættir