Ótrúlegt tvíeyki (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. nóvember | 10:20 
Knattspyrnumennirnir Harry Kane og Heung-min Son hafa byrjað tímabilið afar vel í ensku úrvalsdeildinni og spilað sérstaklega vel saman. Leggja þeir upp mörk á hvor annan til skiptis og skora báðir mikið.

Knattspyrnumennirnir Harry Kane og Heung-min Son hafa byrjað tímabilið afar vel í ensku úrvalsdeildinni og spilað sérstaklega vel saman. Leggja þeir upp mörk á hvor annan til skiptis og skora báðir mikið.

Glenn Hoddle lék með og þjálfaði Tottenham á sínum tíma og hann er hrifinn af tvíeykinu. Rifjar hann upp leik Tottenham og Southampton þar sem Harry Kane lagði upp fjögur mörk á Suður-Kóreumanninn.

Innslagið með Hoddle má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Tottenham mætir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 17:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum sport. 

Þættir