Biden fordæmir árás Trump á lýðræðið

ERLENT  | 20. nóvember | 16:17 
Bandaríska forsetaefnið Joe Biden fordæmdi í gær þær aðgerðir sem Donald Trump hefur ráðist í síðan ljóst var að Biden hefði sigrað forsetakosningarnar þar í landi.

Bandaríska forsetaefnið Joe Biden fordæmdi í gær þær aðgerðir sem Donald Trump hefur ráðist í síðan ljóst var að Biden hefði unnið sigur í forsetakosningunum þar í landi. Trump hefur staðið í mikilli herferð og málsóknum í þeim tilgangi að snúa við niðurstöðum kosninganna sér í vil.

Biden sagði Trump vera á bakvið „ótrúlega skaðlegan boðskap til heimsins um það hvernig lýðræði virkar“ við fjölmiðla í Delaware, heimafylki sínu. Hann kallaði árás Trump á kosningaferlið „algjörlega óábyrga“.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/19/malsokn_eftir_malsokn_hefur_engu_aorkad/

„Það er erfitt að átta sig á því hvernig þessi maður hugsar,“ sagði Biden. „Ég er viss um að hann veit að hann hefur ekki sigrað, mun ekki sigra og að við [Kamala Harris varaforsetaefni] munum verða svarin í embætti þann 20. janúar.“

Þrátt fyrir að hafa tapað með sex milljónum atkvæða hefur Donald Trump ekki sætt sig við úrslit kosninganna, en hann fékk einungis 232 kjörmenn á móti Biden sem fékk 306.

Þættir