Tilþrifin: Stöngin út og rautt spjald

ÍÞRÓTTIR  | 22. nóvember | 19:20 
Leeds og Arsenal skiptu með sér stig­un­um er þau mætt­ust í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld en loka­töl­ur urðu 0:0-jafn­tefli. Mörkin og tilþrifin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leeds og Arsenal skiptu með sér stig­un­um er þau mætt­ust í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld en loka­töl­ur urðu 0:0-jafn­tefli. Mörkin og tilþrifin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leeds var tölu­vert sterk­ari aðil­inn stærst­an hluta leiks og fór bolt­inn þríveg­is í tré­verkið á marki Arsenal í seinni hálfleik en Arsenal lék síðustu 40 mín­út­urn­ar manni færri þar sem Nicolas Pépé fékk beint rautt spjald fyr­ir að skalla Gi­anni Ali­oski þegar bolt­inn var víðsfjarri. 

Spán­verj­inn Rodrigo komst ná­lægt því að skora fyr­ir Leeds um miðjan seinni hálfleik­inn er hann skaut í slánna með fal­legu skoti, Pat­rick Bam­ford skallaði svo í stöng tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok áður en Rap­hinha skaut í stöng í upp­bót­ar­tíma. 

Bukayo Saka átti lang­besta færi Arsenal er hann slapp einn inn fyr­ir skömmu fyr­ir leiks­lok en Ill­an Meslier í marki Leeds varði glæsi­lega frá hon­um. 

Arsenal er í 11. sæti deild­ar­inn­ar með 13 stig og Leeds í 14. sæti með 11 stig. 

Þættir