Varað við samkomum öfgafólks

ERLENT  | 12. janúar | 8:20 
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) varar við því að vopnaðir hópar séu að undirbúa að koma saman í höfuðborgum allra 50 ríkja Bandaríkjanna auk höfuðborgar landsins, Washington DC, dagana áður en Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) varar við því að vopnaðir hópar séu að undirbúa að koma saman í höfuðborgum allra 50 ríkja Bandaríkjanna auk höfuðborgar landsins, Washington DC, dagana áður en Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. 

Öryggisáætlanir vegna athafnarinnar sjálfrar hafa verið hertar en starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði af sér í gærkvöldi. Fyrr um daginn hafði hann fyrirskipað leyniþjónustunni að byrja að undirbúa sérstakar aðgerðir fyrir embættistökuna vegna atburðanna í síðustu viku er stuðningsmenn Donalds Trumps ruddust inn í þinghúsið. Allt að 15 þúsund þjóðvarðliðar verða til reiðu til að tryggja öryggi á atburðinum.

Frétt 

Biden sagði í gær að hann óttaðist ekki að mæta til embættistökunnar í þinghúsinu en bæði hann og Kamala Harris, verðandi varaforseti, sverja þar embættiseið aðeins tveimur vikum eftir að mannskæðar óeirðir fóru þar fram.

 

Frétt BBC

Þættir