Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna

ERLENT  | 21. janúar | 6:50 
Joe Biden hefur svarið embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Tekur hann við embættinu eftir fjögurra ára valdatíð Donalds Trump.

Joe Biden hefur svarið embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Tekur hann við embættinu eftir fjögurra ára valdatíð Donalds Trump.

Biden sór eiðinn með aðstoð forseta hæstaréttar, John Roberts. Skömmu áður hafði Kamala Harris svarið eið sem varaforseti Bandaríkjanna.

Þau hafa því formlega tekið við valdataumum landsins.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/20/beint_valdaskipti_i_bandarikjunum/

 

Þættir