Chauvin fundinn sekur um morðið á Floyd

ERLENT  | 21. apríl | 7:09 
Fyrrverandi lögreglumaðurinn Chauvin var rétt í þessu fundinn sekur um morðið á George Floyd með því að hafa kropið á hálsi hans í níu mín­út­ur og 29 sekúndur í maí á síðasta ári með þeim af­leiðing­um að Floyd lést.

Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin var rétt í þessu fundinn sekur um morðið á George Floyd með því að hafa kropið á hálsi hans í níu mín­út­ur og 29 sekúndur í maí á síðasta ári með þeim af­leiðing­um að Floyd lést.

Kviðdómur komst að þessari niðurstöðu fyrr í kvöld og var hún tilkynnt fyrir skömmu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/03/09/domsmalid_gegn_chauvin_heldur_afram/

Komust kviðdómendur að þeirri niðurstöðu að Chauvin væri sekur um manndráp án ásetnings og um morð af annarri og þriðju gráðu. Kviðdómendur fundu hann því sekan af öllum ákæruliðum.

Chau­vin, sem er hvít­ur karl­maður, sást á mynd­bandi þrýsta hné sínu aft­an á háls Floyd, sem var hand­járnaður, og tjáði hann Chauvin oft að hann næði ekki and­an­um. Floyd hafði verið hand­tek­inn grunaður um að hafa fram­vísað fölsuðum 20 dala seðli. 

 

Morðið vakti mik­inn óhug og reiði um öll Banda­rík­in og varð kveikj­an að risavaxinni mót­mæla­öldu í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum, þar sem fólk kom saman á götum úti og krafðist þess að kerf­is­bundn­ir kynþátta­for­dóm­ar inn­an lög­reglu í Banda­ríkj­un­um yrðu upp­rætt­ir.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/26/lest_eftir_ad_logregla_kraup_a_halsinum/

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/12/28/8_minutur_og_46_sekundur/

Þættir