Bjór og bólusetning í einum pakka

ERLENT  | 3. júní | 7:45 
Brugghús í bandaríska bænum Sterling í Virginíu-ríki hefur ákveðið að bjóða þeim sem láta bólusetja sig með bóluefni Janssen (Johnson & Johnson) upp á ókeypis bjór.

Brugghús í bandaríska bænum Sterling í Virginíu-ríki hefur ákveðið að bjóða þeim sem láta bólusetja sig með bóluefni Janssen (Johnson & Johnson) upp á ókeypis bjór. Aðeins þarf eina bólusetningu af bóluefninu til að verða fullbólusettur.

Íbúi í bænum sem AFP-fréttastofan ræddi við í gær segist hafa ákveðið að nýta sér þetta góða tækifæri til að skoða brugghúsið og fá sér bjór um leið að fá bólusetningu við Covid-19.

Boðið var upp á bólusetningu og bjór hjá Beltway Brewing í gær en Inova Health tók þátt í átakinu með því að mæta með bóluefni og bólusetja gesti og gangandi. Til þess að geta tekið þátt varð fólk að vera orðið 21 árs og sýna fram á aldur með skilríkjum. Ekki þurfti að drekka bjórinn á staðnum því þeir sem voru akandi gátu fengið inneignarnótu. 

Þeir sem voru þegar bólusettir gátu mætt með bólusetningarvottorð því til sönnunar og fengið smakk af framleiðslu brugghússins.

Þættir