„Af hverju ekki að prófa?“

INNLENT  | 7. júlí | 12:54 
Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður segist alls ekki hafa verið á leið í stjórnmálin þegar honum bauðst tækifæri til þess. Þar hafi verið tækifæri til þess að breyta til í lífinu og hafa áhrif á samfélagið. Hann spurði því sjálfan sig „Af hverju ekki að prófa?“

Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar í komandi alþingiskosningum, segist alls ekki hafa verið á leiðinni í pólitík þegar hann hafi fengið fyrirspurn um hvort hann vildi taka sæti á lista flokksins. Þá hafi hann allt í einu staðið frammi fyrir vali um að skipta um stefnu á lífsleiðinni. Hann hafi því látið slag standa og skellt sér í slaginn.

Hann segir að slíkt tækifæri hafi gert ákvörðunina auðveldari, hann hefði til dæmis ekki gefið kost á sér í prófkjöri. Fyrst og síðast hafi þó skoðanir hans fallið að stefnu Viðreisnar, sem frjálslyndur og öfgalaus hægrimaður eigi sá flokkur við hann.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Sigmar um innkomu hans í stjórnmálin, stjórnmálaviðhorf, stefnu Viðreisnar og komandi kosningar, sem er í Dagmálum í dag, streymi Morgunblaðsins, en það er opið öllum áskrifendum.

Þættir