Sagði að Kristrún myndi svara

INNLENT  | 23. september | 11:39 
„Sannarlega mun hún svara, og hún hefur svarað,“ sagði Logi Einarsson spurður hvort Kristrún Frostadóttir þyrfti ekki að upplýsa um hagsmuni sína gagnvart Kviku banka vegna kaupréttar síns í honum fyrir kosningar.

„Sannarlega mun hún svara, og hún hefur svarað,“ sagði Logi Einarsson spurður hvort  Kristrún Frostadóttir þyrfti ekki að upplýsa um hagsmuni sína gagnvart Kviku banka vegna kaupréttar síns í honum fyrir kosningar. 

Morgunblaðinu og mbl.is barst í gær aftur á móti bréf frá kosningastjóra Samfylkingarinnar, fyrir hönd Kristrúnar, þar sem segir að Kristrún muni ekki tjá sig frekar um „viðskipti sem ég átti áður en ég hóf af­skipti af stjórn­mál­um“.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/09/22/kristrun_aetlar_ekki_ad_svara/

 

Ekkert náðst í Kristrúnu

Þess ber að geta að Morgunblaðið og mbl.is höfðu þá, árangurslaust, reynt að ná í Kristrúnu í á þriðja sólarhring vegna málsins. 

Sömuleiðis gáfust henni fjórir sólarhringar til að svara fyrir málið áður en Viðskiptablaðið birti umfjöllun sína um kauprétti Kvikubanka, sem nú eru til rannsóknar hjá Skattinum.

Þættir