Stór munur á okkur frá síðasta leik

ÍÞRÓTTIR  | 7. október | 22:50 
Mario Matasovic, miðherji Njarðvíking,a átti skínandi góðan leik í kvöld og sýndi mikinn dugnað fyrir sitt lið þegar þeir lögðu Þórsara úr Þorlákshöfn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik.

Mario Matasovic, miðherji Njarðvíking,a átti skínandi góðan leik í kvöld og sýndi mikinn dugnað fyrir sitt lið þegar þeir lögðu Þórsara úr Þorlákshöfn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik. 

Mario skilaði í hús 23 stigum, tók 5 fráköst og sendi 5 stoðsendingar.  Mario sagði stóran mun á liði sínu frá síðasta leik liðanna. Töluvert meiri kraftur hafi verið í Njarðvík í kvöld og fínstillingar á leikskipulagi hafi líka skilað sér.

Það hafi sýnt sig best í varnarleiknum og að sóknarleikur liðsins hafi alltaf verið að skila sínu. Ef eitthvað megi gagnrýna þá hefði Mario viljað að Þórsarar hefðu tekið færri sóknarfráköst. 

Viðtalið við hann er í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir