Bjarni Þór velur sameiginlegt lið United og Liverpool

ÍÞRÓTTIR  | 22. október | 19:13 
Bjarni Þór Viðarsson, sparkspekingur á Símanum Sport og fyrrverandi knattspyrnumaður, hefur sett saman sameiginlegt byrjunarlið Manchester United og Liverpool.

Bjarni Þór Viðarsson, sparkspekingur á Símanum Sport og fyrrverandi knattspyrnumaður, hefur sett saman sameiginlegt byrjunarlið Manchester United og Liverpool.

Á morgun klukkan 15.30 mætast Man United og Liverpool á Old Trafford í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Bjarna Þór fara yfir val sitt á sameiginlegu byrjunarliði erkifjendanna með Tómasi Þór Þórðarsyni, ritstjóra enska boltans á Símanum Sport.

Þættir