„Við fundum meðbyr með okkur“

INNLENT  | 14. maí | 23:57 
„Við hefðum viljað bæta eitthvað við okkur,“ segir Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði um fyrstu tölur í sveitarfélaginu.

„Við hefðum viljað bæta eitthvað við okkur,“ segir Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði um fyrstu tölur í sveitarfélaginu. 

Viðreisn var frá 2018 með einn bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og virðist halda þeim fulltrúa samkvæmt nýjustu tölum. 

Jón Ingi sagði við blaðamann mbl.is að hann sé vongóður um að Viðreisn eigi eftir að bæta við sig fylgi þegar líður á nóttina. 

Þættir