Svarar ekki fyrir svörunarleysi borgarstjóra

INNLENT  | 17. maí | 10:01 
Pawel Bartoszek segir að stjórnmálamenn verði sjálfir að svara fyrir það hvernig þeir haga sinni fjölmiðlaþátttöku. Hann leggur ekki mat á svörunarleysi borgarstjóra í stórum umdeildum málum.

Pawel Bartoszek segir að stjórnmálamenn verði sjálfir að svara fyrir það hvernig þeir haga sinni fjölmiðlaþátttöku. Hann leggur ekki mat á svörunarleysi borgarstjóra í stórum umdeildum málum á liðnu kjörtímabili.

Pawel er gestur í Dagmálum og er þar m.a. spurður út í hvort samstarfsflokkar Samfylkingarinnar hafi á liðnum árum ekki gert athugasemdir við hversu örðulega fjölmiðlar hafa átt með að ná í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í stórum málum á borð við Braggamálið umdeilda og mygluvandamálið í Fossvogsskóla.

Benda þáttastjórnendur á að samstarfsmenn borgarstjóra hafi hvað ofan í æ tekið á sig að svara fyrir þessi mál í fjölmiðlum, jafnvel þótt Dagur B. Eggertsson sé æðsti embættismaður borgarinnar og þiggi forsætisráðherralaun fyrir.

Viðtalið við Pawel, þar sem Katrín Atladóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur má sjá hér:

mbl.is

Þættir