Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn

Handfrjálsbúnaður léttir aksturinn en innihald samræðnanna skiptir mestu.
Handfrjálsbúnaður léttir aksturinn en innihald samræðnanna skiptir mestu. mbl.is/Þorkell

Það munar ekki miklu á aksturslagi þeirra sem nota handfrjálsan búnað með báðar hendur á stýri eða þeirra sem aka með aðra hönd á stýri og hina á farsímanum. Það sýnir ný könnun sem gerð hefur verið í Svíþjóð. Hversu góður bílstjóri maður er ræðst miklu fremur af því um hvað maður er að ræða í símann.

Það kemur fram í könnun sem Christopher Patten hefur gert við sálfræðistofnunina við Háskólann í Stokkhólmi að það er innihald samræðnanna sem dregur athyglina frá akstrinum og þá skiptir búnaðurinn ekki svo miklu máli.

TT fréttastofan og sænskir fjölmiðlar skýra frá þessu í dag en Patten segist sjálfur nota símann við aksturinn en forðast að gera það í þéttbýli.

Sjálfur segir Patten að niðurstöðurnar hafi komið honum á óvart og telur hann að það sé ekki nauðsynlegt að banna bílstjórum að nota farsíma því samtöl við farþega geta jafnauðveldlega dregið athyglina frá akstrinum sem og eigin þankagangur bílstjórans.

„Það er mikilvægt að benda bílstjórum á hvernig athyglin dreifist við aksturinn og svo á maður að aka reglulega. Akstur er ferskvara,” sagði Patten í sænskum fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina