Fyrsta flug risaþotu með farþega

Rúmt er um flugstjórann um borð í Airbus A380.
Rúmt er um flugstjórann um borð í Airbus A380. Reuters

Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380 hóf sig til flugs í sínu fyrsta farþegaflugi með farþega Singapore Airlines. Flugfélagið fékk vélina afhenta fyrir rúmri viku og seldi sæti í fyrsta flugið á uppboði á netinu en ágóðinn mun renna til góðgerðarstarfsemi.

Vélin getur flutt 850 farþega en í þessu fyrsta flugi var farið með 450 manns til Sydney í Ástralíu.

Með tilurð þessarar þotu segir á fréttavef BBC endar valdatíð Boeing 747 sem hefur til þessa verið stærsta farþegaþotan.

Almennt farrími um borð í risaþotunni.
Almennt farrími um borð í risaþotunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert